Pep Guardiola er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum í dag. Hann stjórnar nú Manchester City en gerði áður garðinn frægan hjá Bayern Munchen og Barcelona.
Hann var í viðtali á dögunum og þar nefndi hann hver væru stærstu mistökin sem leikmenn geta gert. Hann segir að það sé þegar leikmenn hugsa aðeins um tölfræðina og að koma vel út þar.
„Leikmenn í dag spila bara fyrir tölfræðina og vilja líta vel út þar. Þetta eru stærstu mistökin sem þeir geta gert. Þeir leikmenn sem eru mikilvægastir fyrir sín lið oft með lélega tölfræði.“
Pep Guardiola says modern players are too obsessed by statistics 🗣 pic.twitter.com/C2bRuXNbFs
— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022