Bolton tók á móti Morecambe í C-deildinni í Englandi í dag.
Cole Stockton kom Morecambe yfir undir lok fyrri hálfleiks. Allt leit út fyrir að Bolton myndi tapa leiknum þangað til Jón Daði Böðvarsson lét til sín taka og jafnaði í uppbótartíma fyrir Bolton.
Bolton er í 11. sæti deildarinnar, átta stigum frá umspili en Morecambe er í fallsæti.
😍 JDB YOU BEAUTY!!! pic.twitter.com/AVESoLfnga
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) March 8, 2022
🇮🇸 The big Icelander to the rescue and Wanderers earn a point deep into added time! 👊🏼
🟡 1-1 🔴 [FT] #BWFC 🐘🏰 pic.twitter.com/VvttwPLXa5
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) March 8, 2022