Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, var í viðtali við Gary Lineker í gær þar sem rætt var sérstaklega um innrás Rússa í Úkraínu en Zinchenko er frá Úkraínu.
„Ég græt bara. Þetta er búið að standa yfir í viku en ég get bara grátið upp úr engu, meira að segja þegar ég er að keyra á æfingu.“
„Ímyndaðu þér að staðurinn sem þú fæddist á og ólst upp sé bara auð jörð í dag.“
„Ef það væri ekki fyrir dóttur mína og fjölskyldu þá væri ég þarna. Ég er stoltur af því að vera frá Úkraínu og verð það út lífið. Fólkið vill frekar deyja heldur en að gefast upp.“
"Imagine the place where you grew up, and it's just empty ground."
In an emotional interview with @GaryLineker, Oleksandr Zinchenko talks about the heartbreak of the war in his homeland.
Watch in full on Football Focus at 12pm GMT, Saturday on @bbciplayer
— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2022