Rossella Petrillo fjölmiðlafulltrúi Fiorentina hefur látið í sér heyra eftir að Arthur Cabral framherja félagsins voru gerðar upp hugsanir.
Cabral var keyptur til Fiorentina í janúar og var kynntur til leiks með Petrillo sér við hlið.
New Fiorentina signing Cabral enjoying too much his unveiling presser pic.twitter.com/waTGdLHdi8
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) February 17, 2022
Á myndbandi sem fjöldi fréttamanna í Ítalíu hefur birt sést Cabral horfa á Petrillo en hún segir ekkert athugavert við það.
„Myndbandið er umdeilt sökum þess að þú ert fórnarlamb subbulegra skoðana um að konur séu til að kveikja upp girnd frekar en að vera samstarfsfélagi,“ sagði Petrillo.
„Á meðan að þið eruð með ógeðslegar hugsanir þá sé ég bara tvo einstaklinga að vinna saman.“