Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að liðið geti ekki unnið meira afrek á þessu tímabili en að enda í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni.
United tókst ekki að vinna Southampton um helgina þrátt fyrir að vera með forystuna þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þetta var í fjórða skipti í síðustu sex leikjum sem United mistekst að vinna eftir að hafa leitt í hálfleik.
Jadon Sancho kom United yfir eftir rúman 20 mínútna leik en Che Adams skoraði jöfnunarmark Southampton í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 1-1 jafntefli.
🎙️ „I think this this is the the highest possible achievement we can get.“
Ralf Rangnick says the full focus at Manchester United is on finishing fourth. pic.twitter.com/KTgJjDEu6Q
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2022
Aðspurður hvort fjórða sæti væri nógu gott fyrir félag eins og Manchester United sagði Rangnick að það yrði að vera markmiðið á þessari leiktíð. „Eins og staðan er í dag þá þarf United að stefna að því. Ég held að það sé mesta afrek sem við getum unnið á tímabilinu,“ sagði Þjóðverjinn.
„Svo er hitt að reyna að komast áfram í Meistaradeildinni. En markmiðið okkar í deildinni er að reyna að ná fjórða sæti.“
Rangnick segir einnig að það vanti upp á sjálfstraustið hjá leikmönnunum. „Það er augljóst að það hefur áhrif á hugarfar leikmannanna ef þeir eru 1-0 yfir í 11 af 13 leikjum og vinna aðeins helming þeirra og fá á sig jöfnunarmark í þremur leikjum í röð.
Þeir trúa því að þeir eigi að vera 2-0 eða 3-0 yfir þegar staðan er 1-1, það hefur áhrif á leikmennina. Við þurfum að vera betri í að skora annað eða þriðja markið og gera út um leikinn.
Ef okkur tekst það ekki þurfum við að vera agaðir. Þú skilur að það hefur áhrif á sjálfstraust leikmannanna. Það eina sem við getum gert núna er að ræða við þá einn í einu og útskýra þetta fyrir þeim.“