Það er alveg ljóst að Wilfried Zaha, sóknarmanni Crystal Palace, hefur gengið illa að sofna í gærkvöldi eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Norwich.
Zaha, klúðraði vítaspyrnu á ævintýralegan hátt í leiknum og hefur verið skotspónn netverja sem hæðast margir hverjir að honum og draga meira segja þá ályktun að um hafi verið að ræða versta víti allra tíma.
Norwich komst yfir í leiknum strax á fyrstu mínútu með marki frá Finnanum Teemu Pukki en Zaha náði að jafna leikinn fyrir Palace á 60. mínútu.
Þremur mínútum síðar fékk hann tækifæri til þess að koma Palace yfir þegar vítaspyrna var dæmd en tilraun Zaha var ekki upp á marga fiska eins og sjá má hér fyrir neðan:
Couldn’t have happened to a more deserving person. One of the worst penalties I’ve seen in my life. Absolute cunt Zaha pic.twitter.com/9cq2gRfxlb
— B G (@BG__85) February 9, 2022