Liverpool tók á móti Cardiff í 4. umferð enska FA bikarsins í gær. Liverpool sigraði leikinn 3-1 og mætir liðið Norwich í næstu umferð.
Liverpool réð lögum og lofum í fyrri hálfleik en náðu ekki að ógna marki gestanna að alvöru þrátt fyrir nokkur skot. Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks. Diogo Jota braut ísinn á 53. mínútu fyrir Liverpool með frábæru skallamarki eftir stórkostlega fyrirgjöf frá Trent Alexander-Arnold.
Harvey Elliot og Luis Diaz komu inn á á 58. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna og áttu þeir svo sannarlega eftir að setja sitt mark á leikinn. Annað markið kom á 68. mínútu eftir að Luis Diaz vann boltann af varnarmanni Cardiff og sendi út á Minamino sem kláraði örugglega í netið.
Harvey Elliot skoraði þriðja markið og sitt fyrsta mark fyrir Liverpool með frábæru skoti átta mínútum síðar eftir sendingu frá Andy Robertson. Rubin Colwill minnkaði muninn á 80. mínútu en lengra komust gestirnir ekki og 3-1 sigur Liverpool staðreynd.
Faðir Elliot sem hefur alla tíð haldið með Liverpool var í stúkunni og viðbrögð hans voru frábær.
What an unbelievable moment. Harvey Elliots dad seeing his boy just score in front of the kop! A life long Liverpool fan ❤️ I’m in tears 😭 👏🏼👏🏼👏🏼 #LiverpoolFC #elliott pic.twitter.com/2El8e7v3dw
— Saad Wadia (@SaadWadia_) February 6, 2022