Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Mason Greenwood fái ekki að mæta á æfingar þrátt fyrir að vera laus úr haldi lögreglu.
Greenwood er laus gegn tryggingu á meðan lögregla rannsakar mál hans. Framherjinn fær þó ekki að mæta á æfingar hjá Manchester sem hefur sett hann í bann. Er Greenwood grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð unnust sinnar. Greenwood var handtekinn á sunnudag.
To be clear, Mason Greenwood will not train or play for @ManUtd until further notice despite being released on bail yesterday.
— Simon Stone (@sistoney67) February 3, 2022
United hefur sett Greenwood í bann vegna málsins. Greenwood fær ekki að mæta á æfingar né spila leiki með aðalliðinu eftir að Harriet Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér.
Greenwood er tvítugur og ein mesta vonarstjarna fótboltans, sá möguleiki er fyrir hendi að hann spili aldrei fótbolta aftur vegna málsins.