Kólumbíski vængmaðurinn Luis Diaz hefur samið um persónuleg kjör við Liverpool. Enska félagið ræðir nú smáatriði hvað varðar kaupin á leikmanninum við félag Diaz, Porto. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Diaz er 25 ára gamall. Hann hefur leikið með Porto frá árinu 2019. Á þessari leiktíð hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum í efstu deildinni í Portúgal. Þá gerði Diaz tvö mörk í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót.
Diaz mun færa Liverpool meiri breidd fram á við, þar sem fyrir eru leikmenn á borð við Mohamed Salah, Sadio Mane og Diogo Jota.
Samkvæmt Romano mun Diaz skrifa undir fimm ára samning í Bítlaborginni. Í gær kom fram að kaupverðið sem Liverpool greiðir Porto sé um 50 milljónir punda.
Liverpool and FC Porto are preparing paperworks in order to complete Luís Diaz deal as soon as possible. Clubs discussing on final details – while Diaz has agreed personal terms to join Liverpool immediately. 🔴🇨🇴 #LFC
Luís Diaz will sign with Liverpool on a five year deal. pic.twitter.com/24JMhuRG9u
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 29, 2022