fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
433Sport

Ronaldo vill snúa aftur til Real Madrid – Skipar umboðsmanninum að hringja í Perez

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 18:15

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano íhugar nú að yfirgefa Manchester United, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann skrifaði undir samning við félagið.

Ronaldo hefur skorað 14 mörk í 23 leikjum síðan hann sneri aftur til Manchester United frá Juventus síðasta sumar. Tímabilið hefur gengið brösuglega hjá enska liðinu og segir í spænskum fjölmiðlum að Ronaldo sé ósáttur við að liðið sé frekar í baráttu um fjórða sætið heldur en titilinn.

El Nacional segir að Ronaldo sakni góðu daganna í Real Madrid og hefur beðið umboðsmann sinn um að hringja í Florentino Perez, forseta spænska félagsins, og ræða um endurkomu Portúgalans.

Á spænskum miðlum segir þó að Ronaldo muni klára tímabilið með United en ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti þá muni hann róa á önnur mið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Athletic: Napoli hefur mikinn áhuga á Ronaldo

Athletic: Napoli hefur mikinn áhuga á Ronaldo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Juventus gæti skoðað að skipta við Chelsea

Juventus gæti skoðað að skipta við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV náði stigi gegn Blikum

Besta deildin: ÍBV náði stigi gegn Blikum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

2. deild: Víkingar töpuðu heima – Njarðvík enn án taps

2. deild: Víkingar töpuðu heima – Njarðvík enn án taps
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Arsenal hafa gert slæm kaup – ,,Hann var gjörsamlega ömurlegur“

Segir Arsenal hafa gert slæm kaup – ,,Hann var gjörsamlega ömurlegur“
433Sport
Í gær

Skilur ekki af hverju félagið vildi fá sig – ,,Af hverju eru þeir að hringja í mig“

Skilur ekki af hverju félagið vildi fá sig – ,,Af hverju eru þeir að hringja í mig“
433Sport
Í gær

Segir að tían sé tilbúin fyrir Neymar – ,,Ef þú ert að hlusta geturðu komið hingað“

Segir að tían sé tilbúin fyrir Neymar – ,,Ef þú ert að hlusta geturðu komið hingað“
433Sport
Í gær

Chelsea í viðræðum við Man City um tvo leikmenn – Vilja fara til Lundúna

Chelsea í viðræðum við Man City um tvo leikmenn – Vilja fara til Lundúna