fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
433Sport

Rooney talinn líklegur en annað kunnulegt andlit er á blaði hjá Everton

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjinn Rafa Benítez, var í gær rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Everton eftir afleitt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Síðasti naglinn í kistu Benitez reyndist 2-1 tap gegn fallbaráttuliði Norwich.

Ráðning Benitez reyndist umdeild alveg frá byrjun sökum tengsla hans við erkifjendur liðsins í Liverpool, verkefnið virtist dæmt til glötunar frá fyrstu stundu.

Nú er svo komið að forráðamenn Everton þurfa að finna annan knattspyrnustjóra til að taka við. Wayne Rooney, fyrrum leikmaður liðsins og núverandi knattspyrnustjóri Derby County, hefur þar verið nefndur á nafn.

Rooney hefur gert góða hluti við afar erfiðar fjárhagslegar aðstæður Derby sem hefur meðal annars þurft að sætta sig við að láta taka stig af sér í ensku B-deildinni.

Annað kunnulegt andlit er orðað við liðið en fyrrum knattspyrnustjóri liðsins, Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu er orðaður við endurkomu á Goodison Park.

Þá hafa Duncan Ferguson, aðstoðarmaður Benitez, Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton, Frank Lampard, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea og Nuno Espirito Santo, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham einnig verið orðaðir við stöðuna.

Everton situr um þessar mundir í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 19 leiki.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

2. deild: Víkingar töpuðu heima – Njarðvík enn án taps

2. deild: Víkingar töpuðu heima – Njarðvík enn án taps
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Launahæstu leikmenn allra liða í ensku úrvalsdeildinni – Fær yfir 500 þúsund pund á viku

Launahæstu leikmenn allra liða í ensku úrvalsdeildinni – Fær yfir 500 þúsund pund á viku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Foreldrar urðu sér til skammar á Akureyri – ,,Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna“

Foreldrar urðu sér til skammar á Akureyri – ,,Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Arsenal hafa gert slæm kaup – ,,Hann var gjörsamlega ömurlegur“

Segir Arsenal hafa gert slæm kaup – ,,Hann var gjörsamlega ömurlegur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea í viðræðum við Man City um tvo leikmenn – Vilja fara til Lundúna

Chelsea í viðræðum við Man City um tvo leikmenn – Vilja fara til Lundúna
433Sport
Í gær

Rúnar var spurður út í gagnrýni Kára Árna – „Stend við þessi orð“

Rúnar var spurður út í gagnrýni Kára Árna – „Stend við þessi orð“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar fóru illa með KR

Besta deildin: Víkingar fóru illa með KR
433Sport
Í gær

Með föst skot á Barcelona: Þeir lifa í fortíðinni

Með föst skot á Barcelona: Þeir lifa í fortíðinni