fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Saga Eriksen gefur Emil von um endurkomu – „Að sama skapi er hvert hjartastopp misjafnt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 13:00

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Christian Eriksen og væntanleg endurkoma hans á fótboltavöllinn gefur Emili Pálssyni von um að hann geti snúiða aftur á völlinn.

Emil ræddi hjartastopp sitt við Fréttablaðið í dag en hann hjarta hans stöðvaðist í knattspyrnuleik undir lok síðasta árs. Eriksen lenti í því sama síðasta sumar í leik með danska landsliðinu.

Enn er verið að rannsaka hvað olli því að Emil hneig til jarðar og því óvíst hvort eða hvenær hann má æfa og spila fótbolta aftur.

,,Maður fylgist með því hvað er í gangi hjá honum en að sama skapi er hvert hjartastopp misjafnt. Það sem gerðist hjá honum er ekkert endilega það sama og gerðist hjá mér. Mitt tilfelli er enn í rannsókn, það á kannski eitthvað eftir að koma í ljós sem er ekki komið upp á yfirborðið ennþá,“ segir Emil í samtali við Fréttablaðið.

,,Svo á það eftir að koma í ljós hver ástæðan sé hjá honum fyrir því að halda áfram að spila fótbolta og hvort það sé eitthvað sem ég geti tengt við mínar aðstæður. Það gefur manni náttúrulega von um að maður gæti spilað fótbolta aftur þegar að maður fylgist með hans þróun.“

Emil er samningsbundinn Sarpsborg 08 en atvikið átti sér stað í leik með Sandefjord þar sem hann var á láni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir