fbpx
Mánudagur 27.september 2021
433Sport

Liverpool telur bannið á lykilmenn sína ólöglegt

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 14:00

Roberto Firmino fagnar . Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin vinnur hörðum höndum að því að aflétta banni sem FIFA setti á leikmenn sem var meinað að ferðast í landsliðsverkefni í þessum landsleikjaglugga.

Átta leikmenn frá Brasilíu sem spila í ensku úrvalsdeildinni fengu ekki að fara í sín landsliðsverkefni en það eru lykilmenn sinna liða. Þetta eru þeir Fabinho, Alisson og Bobby Firmino hjá Liverpool, Ederson og Gabriel Jesus hjá Manchester City, Thiago Silva hjá Chelsea, Fred, leikmaður Manchester United og Raphinha leikmaður Leeds. FIFA ákvað þá að senda þessa leikmenn í bann og fá þeir ekki að spila með sínum félagsliðum um helgina.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni mótmæltu þessum aðgerðum kröftuglega og virðist vera að þokast til í þessum málum og eru félögin orðin bjartsýnari um að leikmennirnir fái að spila um helgina þrátt fyrir að ekki sé enn komin lausn.

Liverpool telur að bann FIFA sé gjörsamlega fráleitt en bannið kemur sér verst fyrir Liverpool sem missir þrjá algjöra lykilmenn. Liverpool telur að reglurnar standist engin lög nú þegar sóttvarnarreglur gilda vegna COVID-19.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í Svíþjóð

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í Svíþjóð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Serie A: Lazio sigraði slaginn um Rómarborg

Serie A: Lazio sigraði slaginn um Rómarborg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valur að næla sér í nýjan markvörð

Valur að næla sér í nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur

Barbára Sól skoraði – Albert og félagar unnu stórsigur
433Sport
Í gær

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið

Stundaði kynlíf með Playboy-fyrirsætu á velli sem Íslendingar þekkja vel – Var bolað burt fyrir athæfið
433Sport
Í gær

Vandræðagemsi leggur skóna á hilluna

Vandræðagemsi leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Ligue 1: PSG óstöðvandi – Átta sigurleikir í röð

Ligue 1: PSG óstöðvandi – Átta sigurleikir í röð
433Sport
Í gær

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina

Elliott gerir grín að því hvernig hann lítur út í FIFA 22 – Sjáðu myndina