fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Birkir ræddi erfiða daga og umræðuna um landsliðið – ,,Ótrúlega þung stemmning yfir öllu samfélaginu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 18:41

Birkir Már Sævarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birkir Már Sævarsson lék sinn 100. landsleik fyrir íslenska A-landsliðið í 2-2 jafntefli gegn Norður-Makedóníu í dag. Leikurinn var liður í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022.

Það gekk lítið sem ekkert upp hjá íslenska liðinu stærstan hluta leiksins. Þeim tókst þó að breyta 0-2 stöðu í 2-2 jafntefli með miklum karakter síðasta stundarfjórðung leiksins.

Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu mörkin.

,,Framan af lélegur leikur hjá okkur. Síðustu 20-30 mínútur voru fínar. Varamennirnir komu inn með hellings kraft, frábært að menn komi inn og gefi svona af sér,“ sagði Birkir við RÚV eftir leik.

Eins og flestum er kunnugt hefur karlalandsliðið og Knattspyrnusamband Íslands verið í brennidepli undanfarið vegna meintra kynferðisafbrotamála landsliðsmanna og þöggunar innan sambandsins í tengslum við þau. Birkir var spurður út í það hvernig hafi verið að koma inn í yfirstandandi landsliðsverkefni eftir umræðuna undanfarið.

,,Ótrúlega þung stemmning yfir öllu samfélaginu. En það er alltaf gaman að koma í landsliðið og spila leiki. Ég er ótrúlegur stoltur af því að fá að vera partur af þessu alltaf.“

,,Þetta var frábær karakter sem liðið sýndi. Þetta leit ekkert sérstaklega út eftir að þeir skora seinna markið. Eins og ég segi, frábær innkoma hjá varamönnunum og við stigum upp í lokin og gerðum það vel,“ sagði Birkir að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi