fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Harma umræðu á samfélagmiðlum – „Jafnvel verið tengt við kynjamisrétti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. september 2021 15:30

Valur er ríkjandi Íslandsmeistari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsmenn harma fréttaflutning og umræðu á samfélagsmiðlum þar sem því er haldið fram að ekkert lokahóf hafi verið hjá félaginu í ár. Á samfélagmiðlum hefur því verið haldið fram að ekkert hafi verið um lokahóf vegna þess hversu illa gekk hjá karlaliði félagsins.

Valur tekur fyrir allt slíkt í yfirlýsingu sem félagið birtir á vefsvæði sínu en kvennalið félagsins varð Íslandsmeistari á dögunum.

„Vegna skrifa um lokahóf knattspyrnudeildar Vals vill knattspyrnudeild árétta nokkur atriði. Í fyrra varð mfl. karla Íslandsmeistarar í fótbolta og fögnuðu því í Fjósinu eins og frægt varð og án aðkomu knattspyrnudeildar. Um þetta var tíst og allt fór í bál og brand á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, síminn stoppaði ekki, lögreglan hafði samband og framkvæmdastjóri Vals fékk stöðu sakbornings og félagið í kjölfarið kært fyrir brot á sóttvarnarlögum. Meistaraflokkur kvk. urðu Íslandsmeistarar í ár og þann 10. september var haldinn fögnuður fyrir leikmenn og þjálfara, ásamt mökum, þar sem boðið var í mat og drykk í Fjósinu. Stóð sú veisla fram eftir kvöldi og var mjög vel heppnuð. Síðastliðinn laugardag hittist svo mfl. karla í Fjósinu þar sem boðið var upp á drykki og í kjölfarið fór hópurinn saman út að borða,“ segir í yfirlýsingu.

Forráðamenn Vals segja að aldrei hafi staðið til að halda stórt lokahóf í ár og segja það vera vegna takmarkanna sem Íslendingar hafa nú búið við um langt skeið.

„Aldrei stóð til að halda 200-300 manna sameiginlegan fögnuð mfl. kk. og kvk. í ár líkt og var 2017-2019. Þegar fögnuður mfl. kvk. var haldinn voru fjöldatakmarkanir miðaðar við 200 manns, eins metra nálægðartakmörkun og almenn grímuskylda í gangi. Reglum um sóttvarnir var breytt 14. september þar sem fjöldatakmarkanir fóru upp í 500 manns en áfram er eins metra nálægðarmörkun og grímuskylda (þó ekki á sitjandi viðburðum). Sameiginlegt lokahóf eins og haldin voru hér 2017, 2018 og 2019 með leikmönnum, þjálfarateymi, stjórnarmönnum, sjálfboðaliðum ásamt mökum og svo stuðningsmönnum, sem mætt hafa eftir borðhald, getur að okkar mati aldrei orðið sitjandi viðburður. Var því tekin sú afstaða að halda ekki slíkan fögnuð í ár frekar en í fyrra. “

Valsmenn harma hvernig skrifað hefur verið um málið. „Við hörmum þau skrif sem eiga sér nú stað á samfélagsmiðlum þar sem sett er út á framangreint fyrirkomulag lokahófa knattspyrnudeildar sem jafnvel hefur verið tengt við kynjamisrétti. Áréttað er að í fáum félögum hér á landi er jafn vel staðið að starfi meistaraflokka karla og kvenna og væri óskandi ef það fólk sem virðist telja sér skylt að hafa skoðun á lokahófum knattspyrnudeildar myndi kynna sér málin áður en það slær fram fullyrðingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Til stuðningsmanna viðurkennir knattspyrnudeild að það misfórst að einhverju leiti að koma því skýrt til skila að ekki yrði sameiginlegur fögnuður með hefðbundnu sniði í ár í ljósi gildandi takmarkana og sóttvarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina