fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Paulo Fonseca segir að Tottenham hafi kosið varnarbolta fram yfir sóknarbolta

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 23. september 2021 20:02

Paulo Fonseca/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalski þjálfarinn Paulo Fonseca kennir Fabio Paratici um að hafa ekki landað stjórasætinu hjá Tottenham í sumar.

Fonseca var nálægt því að verða næsti knattspyrnustjóri Tottenham í sumar eftir að José Mourinho var látinn taka poka sinn undir lok síðasta tímabils.

Fonseca hafði komist að munnlegu samkomulagi um að verða næsti stjóri Spurs en það breyttist allt þegar að Fabio Paratici var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Við höfðum komist að samkomulagi og vorum byrjaðir á því að plana undirbúningstímabilið og Tottenham vildi fá sóknarsinnaðan þjálfara,“ sagði Fonseca í viðtali á Telegraph.

Það var ekki búið að tilkynna það opinberlega en við höfðum gert leikmenn klára fyrir undirbúningstímabilið. En hlutirnir breyttust þegar að yfirmaður knattspyrnumála var ráðinn og við vorum ósammála um nokkur atriði.

Ég er með ákveðin prinsipp. Ég vil þjálfa stór lið en ég vil að það sé rétta verkefnið og félag sem hefur trú á mínum hugmyndum, mínum leikstíl, og það var ekki raunin með yfirmann knattspyrnumála (Paratici).

Þetta er það sem forsetinn og íþróttastjórinn (Steve Hitchen) báðu um, að setja saman lið sem spilar sóknarbolta og ég var undirbúinn undir það. Það má ekki vera öðruvísi,“ sagði Fonseca.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn