fbpx
Laugardagur 28.maí 2022
433Sport

Þorlákur mögulega á heimleið – Fer til Akureyrar í dag í viðræður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 07:30

Þorlákur Árnason (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möguleiki er á að Þorlákur Árnason komi aftur heim í þjálfun en hann skoðar nú möguleika sína. Þetta staðfesti hann í samtali við 433.is í gærkvöldi.

Samkvæmt heimildum 433.is er Þorlákur væntanlegur til Akureyrar í dag þar sem hann ætlar að ræða við forráðamenn Þórs. Orri Freyr Hjaltalín var rekinn úr starfi undir lok tímabilsins í Lengjudeildinni.

„Ég er að skoða nokkra möguleika hérna heima, get staðfest það,“ sagði Þorlákur í samtali við 433.is í gær.

Þór endaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar í sumar en liðið er með nokkuð góðan efnivið, bundnar eru vonir við að ungir leikmenn fái stærra hlutverk á næstu leiktíð.

Þorlákur hefur á síðustu árum verið yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá knatt­spyrnu­sam­bandi Hong Kong. Hann skoðar nú kosti sína hér heima en Þorlákur hefur mikla reynslu úr þjálfun.

Þorlákur var farsæll sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar en einnig hefur hann stýrt Val og Fylki í karlaflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Port Vale komst upp í C-deild – Fyrrum leikmaður Man Utd á skotskónum

Port Vale komst upp í C-deild – Fyrrum leikmaður Man Utd á skotskónum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA og KR með stórsigra – Stjarnan vann FH

Mjólkurbikar kvenna: Þór/KA og KR með stórsigra – Stjarnan vann FH
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum“

„Ef peningar eru að fara stjórna ferðinni þá er allt upp á borðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Stjarnan í góðum gír í sumarfríinu eftir að hafa fengið meira en 16 milljarða í vasann

Sjáðu myndirnar: Stjarnan í góðum gír í sumarfríinu eftir að hafa fengið meira en 16 milljarða í vasann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“

Hjörvar hefði viljað sjá Arnar velja Þorleif – „Thor son of Odinn, eins og kaninn kallar hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt breyttist hjá fáklædda Íslandsvininum eftir að hún braut reglurnar fyrir framan tugi þúsunda

Allt breyttist hjá fáklædda Íslandsvininum eftir að hún braut reglurnar fyrir framan tugi þúsunda