fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Enski boltinn: Liverpool á toppinn – Annar sigurleikur Arsenal í röð

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 15:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum var að ljúka í 5. umferð ensku deildarinnar rétt í þessu. Liverpool komst á toppinn með sigri á Crystal Palace, Arsenal tók þrjú stig gegn Burnley, Watford hafði betur í nýliðaslag og Manchester City gerði markalaust jafntefli við Southampton.

Liverpool stjórnaði leiknum en leikmenn Crystal Palace voru hættulegir fram á við og náðu að ógna marki heimamanna til að byrja með. Sadio Mané kom Liverpool yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann fylgdi á eftir góðum skalla Salah. Salah var svo sjálfur á ferðinni á 78. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Liverpool. Naby Keita gulltryggði loks góðan sigur Liverpool með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma.

Liverpool 3 – 0 Crystal Palace
1-0 S. Mané (´43)
2-0 M. Salah (´78)
3-0 N. Keita (´89)

Arsenal var betra liðið í leiknum í dag en það vantaði upp á gæði Burnley fram á við. Martin Odegaard braut ísinn eftir hálftíma leik með frábæru marki úr aukaspyrnu og reyndist það eina mark leiksins.

Burnley 0 – 1 Arsenal
0-1 Odegaard (´30)

Englandsmeistarar Manchester City gerðu markalaust jafntefli við Southampton. Þó ekkert mark hafi verið skorað var nóg um að vera. Leikmenn City sóttu stíft í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik en það dugði ekki til.

Manchester City 0 – 0 Southampton

Leikur Norwich og Watford var nokkuð jafn og hart barist til að byrja með. Dennis kom Watford yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með skalla en Pukki jafnaði metin á 35. mínútu. Sarr tók málin í sínar hendur í seinni hálfleik en hann skoraði tvö mörk og tryggði Watford þrjú mikilvæg stig.

Norwich 1 – 3 Watford
0-1 E. Dennis (´17)
1-1 T. Pukki (´35)
1-2 I. Sarr (´63)
1-3 I. Sarr (´80)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Í gær

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki

Tilkynning um andlát vekur óhug – Ofbeldinu í borginni linnir ekki
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir Afríkukeppnina – United og Liverpool fá leikmenn sína snemma til baka
433Sport
Í gær

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans

Ber mikið í milli á verðmati hollenska framherjans
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt