fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Arnar tekur til varnar fyrir landsliðsmenn sem hóta að hætta að mæta – „Fjölskyldumeðlimir finna fyrir svona“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 08:00

Arnar Sveinn. Skjáskot: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, hefur tjáð sig um þann orðróm að reynsluboltar íslenska karlalandsliðsins gætu hætt að gefa kost á sér í landsliðið, skipti stjórn KSÍ sér frekar af vali á landsliðshópum.

Það hefur gustað vel um Knattspyrnusamband Íslands og karlalandsliðið vegna meintra kynferðisbrota leikmanna og þöggun sambandsins á þeim. Svo fór að stjórn KSÍ sagði af sér á dögunum. Eins og kunnugt er var Kolbeinn Sigþórsson valinn í landsliðshópinn fyrir síðasta leikjaglugga þar sem leikið var við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. Stjórn KSÍ bannaði honum hins vegar að taka þátt í leikjunum eftir að fjölmiðlar fóru að fjalla um meint ofbeldisbrot hans gegn tveimur stúlkum á skemmtistað í Reykjavík fyrir fjórum árum.

Fyrr í vikunni fjallaði Morgunblaðið um óánægju landsliðsmanna með ákvörðun stjórnar og að einhverjir leikmenn gætu hætt að gefa kost á sér í landsliðið, verði þetta raunin áfram.

,,Þú verður þreyttur á því þegar umræðan er svona, alveg óháð þessum málum. Umræða um það að þeir séu að hætta af því einhver er ekki valinn, miklu frekar er rosalega lýjandi að sitja undir einhverju þegar þú telur þig ekki hafa gert neitt og það eru allir settir undir sama hatt,“ sagði Arnar Sveinn í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Arnar segist skilja leikmenn vel ef þeir ákveða að halda ekki áfram með landsliðinu, umræðan undanfarið snerti fleiri en þá.

,,Umræðan er rosalega skrýtin, hvað það er bara hallað á eina átt. Ég skil bara mjög vel að menn nenni ekki að vera að eyða tíma sínum í þetta. Þetta snertir ekkert bara þá,  fjölskyldumeðlimir finna alveg fyrir svona umræðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum

Mætti í réttarsal í morgun og neitar því að hafa nauðgað konum fimm sinnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni

Hákon Rafn fór úr því að vera skúrkur í það að vera hetja Brentford – Varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu

Stuð í Meistaradeildinni í kvöld: Mbappe skoraði tvö og Trent meiddist í sigri Real – Átta mörk í seinni hálfleik á Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar