fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Kórdrengir, Selfoss og Vestri með sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í Lengjudeild karla það sem af er kvöldi. Leikið var í 18. umferð.

Selfoss 3-0 Afturelding

Selfoss vann öruggan sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.

Gary Martin kom heimamönnum yfir á 40. mínútu. Snemma í seinni hálfleiks skoraði hann svo annað mark af vítapunktinum.

Daniel Majkic innsiglaði 3-0 sigur Selfyssinga með marki á 84. mínútu.

Selfoss er í tíunda sæti með 18 stig, 8 stigum fyrir ofan fallsæti. Afturelding er sæti ofar með stigi meira.

Kórdrengir 2-0 Þór

Kódrengir eiga enn veika von á sæti í efstu deild eftir sigur á Þór á heimavelli.

Þórir Rafn Þórisson kom heimamönnum yfir eftir tæpan hálftíma leik. Í lok fyrri hálfeiks tvöfaldaði Connor Mark Simpson forystuna.

Ásgeir Frank Ásgeirsson, leikmaður Kórdrengja, fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Það kom þó ekki að sök, lokatölur urðu 2-0.

Kórdrengir eru í þriðja sæti deildarinnar með 31 stig, 4 stigum á eftir ÍBV sem er í öðru sæti. Eyjamenn eiga þó leik til góða.

Þór er í áttunda sæti með 19 stig.

Vestri 2-0 Víkingur Ólafsvík

Vestri vann Víking Ólafsvík á heimavelli.

Pétur Bjarnason gerði bæði mörk liðsins í fyrri hálfleik.

Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig. Víkingar eru svo gott sem fallnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“