fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Margir undrandi eftir hnefahöggið í Eyjum í gær – Atvikið náðist á myndband

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt atvik er rætt eftir eftir leik gærkvöldsins í Vestmannaeyjum Keflavík heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja og vann mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Birta Hallgrímsdóttir kom gestunum yfir á 10. mínútu.

Snemma í seinni hálfleik varð Guðný Geirsdóttir, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Keflavík komið í 0-2. Um stundarfjórðungi síðar fékk Guðný svo að líta rauða spjaldið. Manni færri tókst Eyjakonum að minnka muninn á 72. mínútu. Þá skoraði Þóra Björg Stefánsdóttir.

Nær komust þær þó ekki. Lokatölur 1-2. ÍBV er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Keflavík er sæti neðar með 12 stig.

Liana Hindis leikmaður ÍBV sló leikmann Keflavíkur, atvikið átti sér stað á 85 mínútu. Atvikið vakti furðu og þá sérstaklega sú staðreynd að Ólafur Njáll Ingólfsson, dómari leiksins gaf Liana aðeins gula spjaldið.

„Hvaða risagrín er i gangi herna. Gult spjald? Hvernig i ósköpunum. Hvaða rugl er þetta,“ skrifar Orri Sigurður Ómarsson leikmaður í efstu deild karla.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum