fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Manchester City sagt undirbúa fyrsta tilboð sitt í Grealish

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 09:40

Jack Grealish og Ross Barkley. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef marka má frétt Daily Mail þá undirbýr Manchester City nú sitt fyrsta tilboð í Jack Grealish, stjörnu Aston Villa. Samkvæmt breska miðlinum mun það hljóða upp á 75 milljónir punda, ásamt hugsanlegum bónusgreiðslum.

Hinn 25 ára gamli Grealish hefur verið á óskalista Man City lengi. Hann hefur verið í herbúðum Villa frá barnsaldri.

Ólíklegt þykir að Villa muni samþykkja þetta fyrsta tilboð Englandsmeistaranna. Talið er að félagið vilji um 100 milljónir punda fyrir hann.

Þá er Villa einnig tilbúið til þess að bjóða Grealish nýjan samning þar sem hann fengi 150 þúsund pund greidd vikulega. Með því vonast félagið til að hindra það að hann fari til Man City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni