Fjölnir tók á móti Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Þar vann Fjölnir mikilvægan sigur.
Marinó Axel Helgason fékk rautt spjald strax á 21. mínútu leiksins fyrir brot. Grindavík komst þrátt fyrir þetta yfir í leiknum með marki frá Sigurði Bjarti Hallssyni á 62. mínútu.
Heimamenn svöruðu strax með marki frá Andra Frey Jónassyni sjö mínútum síðar. Michael Bakare kom Fjölni yfir og tryggði þeim þrjú stig nokkrum mínútum síðar.
Fjölnir komst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar. Grindavík er í 5. sæti.
Fjölnir 2 – 1 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson (’62)
1-1 Andri Freyr Jónasson (’69 )
2-1 Michael Bakare (’72 )
Rautt spjald: Marinó Axel Helgason , Grindavík (’21)
Úrslit og markaskorarar eru fengin af urslit.net