fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
433Sport

Wijnaldum útskýrir loks brottför sína frá Liverpool

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 20:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georginio Wijnaldum hefur útskýrt brottför sína frá Liverpool. Hann segir að leiðindi frá stuðningsmönnum félagsins á samfélagsmiðlum hafi verið orsökin að því að hann ákvað að fara frá félaginu í sumar.

Hann segir jafnframt að hann hafi verið gerður að blóraböggli þegar illa gekk. „Það voru líka samfélagsmiðlarnir. Mér var kennt um þegar illa gekk. Ég gaf allt sem ég gat á æfingum og í leikjum vegna þess að mér þykir mjög vænt um Liverpool og stuðningsmennirnir á vellinum komu vel fram við mig,“ sagði hann í viðtali við the Guardian.

Mér finnst eins og stuðningsmennirnir á vellinum og stuðningsmennirnir á samfélagsmiðlum séu tveir ólíkir hópar. Stuðningsmennirnir á vellinum studdu alltaf við bakið á mér. Meira að segja þegar ég kom aftur eftir útgöngubannið og þeir vissu að ég ætlaði að fara frá félaginu. Ég fékk góðar kveðjur frá þeim,“ sagði Hollendingurinn.

„En mér var kennt um á samfélagsmiðlum þegar við töpuðum. Ég hugsaði með mér: Vá, ef þeir bara vissu hvað ég væri að gera til að halda mér heilum og spila hvern einasta leik. Aðrir leikmenn hefðu kannski sagt: Ókei ég er ekki heill. Það voru leikmenn í fyrra sem spiluðu ekki vegna þess að þeir sögðust vera tæpir. Ég gerði öfugt.

Ég spilaði ekki alltaf vel, en eftir leikina gat ég horft í spegil og sagt að ég hafi gert allt sem ég gat. Ég man ekki hvenær ég fékk síðast frí því ég lék svo marga leiki og það var mikið álag á líkamann en ég gerði allt í mínu valdi til að halda mér heilum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir

Nýr bíll Ronaldo vekur mikla athygli – Tveir lífverðir í humátt á eftir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði

Barcelona skoðar að reka Koeman – Klopp á blaði
433Sport
Í gær

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“
433Sport
Í gær

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir

Sjáðu dráttinn í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins – Fimm úrvalsdeildarslagir
433Sport
Í gær

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik

Juventus kom til baka og vann sinn fyrsta leik
433Sport
Í gær

Katarskt félag staðfestir komu James

Katarskt félag staðfestir komu James
433Sport
Í gær

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson

Jón Rúnar verulega ósáttur með Sigurð G Guðjónsson
433Sport
Í gær

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar

Hulk barnaði frænku barnsmóðir sinnar