fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Stuðningsmenn himinnlifandi með að hann sé á förum – ,,Besta vika ævi minnar varð enn betri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. júlí 2021 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serge Aurier er líklega á förum frá Tottenham í sumar. Það eru stuðningsmenn félagsins afar ánægðir með.

Þessi 28 ára gamli bakvörður kom til Tottenham frá Paris Saint-Germain árið 2017.

Hann hefur sýnt ágætis spretti inn á milli en getur gert ansi skrautleg mistök í bland. Stuðningsmenn eru því fegnir því að þurfa ekki að sjá hann áfram í búningi félagsins.

Aurier hefur til að mynda verið orðaður við AC Milan og hans gamla félag, PSG, í sumar. Þar sem Parísarliðið nældi þó í Achraf Hakimi, sem spilar sömu stöðu og Aurier, frá Inter á dögunum verður að teljast líklegra að hann endi í Mílanó.

Stuðningsmenn Tottenham hafa látið ánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Einn skrifaði til að mynda ,,Besta vika ævi minnar varð enn betri.“ Búast má við að gengi enska landsliðsins á Evrópumótinu spili inn í hamingju þessa stuðningsmanns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga