fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu hræðileg mistök í Eyjum – Hrafnkell hefur mikla trú á Kórdrengjum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla á föstudag. ÍBV og Kórdrengir gerðu þá jafntefli í hörkuleik í Eyjum. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, miðvörður Kórdrengja, fékk beint rautt spjald eftir handalögmál á 13. mínútu. Þrátt fyrir það komust gestirnir yfir eftir rúman hálftíma leik. Þá skoraði Þórir Rafn Þórisson. Staðan í hálfleik var 0-1.

Tíu leikmenn Kórdrengja tvöfölduðu forystu sína í upphafi seinni hálfleiks þegar Arnleifur Hjörleifsson skoraði frábært mark með skoti af löngu færi. Felix Örn Friðriksson minkaði muninn fyrir heimamenn á 60. mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar var Sito svo búinn að jafna fyrir þá. Hvorugu liðinu tókst þó að finna sigurmark. Lokatölur 2-2.

Rætt var um leikinn í markaþætti Lengjudeildarinnar í gær. „Það er mjög góð uppskera, ég held að þeir verði sáttir ef þeir halda sér við toppbaráttuna framan af sumri,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson um byrjun Kórdrengja sem eru með átta stig eftir fimm umferðir.

Halldór Páll Geirsson gerði hræðileg mistök í fyrra marki Kórdrengja sem Þórir Rafn Þórisson ungur sóknarmaður Kórdrengja skoraði. „Þetta er strákur sem að kemur frá Víkingi, hafði spilað einn leik þar árið 2019 í meistaraflokki. Hann er virkilega sprækur, góður að ógna fyrir innan lína. Vinnusamur og hættulegur, er að bæta sig hratt,“ sagði Hrafnkell um framherjann unga.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Í gær

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða