fbpx
Mánudagur 14.júní 2021
433Sport

Leikmönnum að kenna hvernig fór fyrir Mourinho hjá Tottenham

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 12:00

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matt Doherty hefur viðurkennt að hann og aðrir leikmenn Tottenham verði að bera ábyrgð á því að Jose Mourinho hafi verið rekinn frá félaginu.

Tottenham rak portúgalska þjálfarann í Apríl eftir aðeins 17 mánuði hjá félaginu. Klúbburinn var á þeim tíma í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni og hafði verið hent út úr Evrópudeildinni eftir tap gegn Dinamo Zagreb.

Matt Doherty var spurður út í brottrekstur Mourinho og hvort að hugmyndafræði hans væri einfaldlega orðin of gamaldags.

„Hann var bara hjá okkur í 18 mánuði. Ef þetta hefðu verið þrjú eða fjögur ár þá væri það allt annað. Við náðum bara ekki í úrslit fyrir hann, sagði Doherty á blaðamannafundi írska landsliðsins.

„Það er alltaf þjálfarinn sem er rekinn, en við leikmennirnir eru á vellinum og náum ekki í úrslit fyrir hann sem er virkilega leiðinlegt þar sem hann er einn besti þjálfari í heimi.“

„Ég átti frábært samband við hann. Hann var nágranni minn allan tímann. Hann var frábær manneskja en því miður er þetta svona í fótbolta.“

„Þetta er Jose Mourinho, hann er einn af bestu þjálfurum allra tíma og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir hvers vegna hann stakk Börsunga í bakið og tók U-beygju til Parísar

Útskýrir hvers vegna hann stakk Börsunga í bakið og tók U-beygju til Parísar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni

Garðbæingar ekki hættir – Danskur framherji einnig á leiðinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skemmtileg mynd frá Wembley í dag – ,,Þetta er ástæðan fyrir því að við þurftum áhorfendur aftur“

Skemmtileg mynd frá Wembley í dag – ,,Þetta er ástæðan fyrir því að við þurftum áhorfendur aftur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið

Óvænt skref til Englands í vændum hjá Marcelo? – Orðaður við tvö lið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“
433Sport
Í gær

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“