Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörðurinn ungi í knattspyrnuliði KA, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við ítalska félagið Lecce samkvæmt heimildum Akureyri.net
Á vef Akureyri.net kemur fram að KA og Lecce hafi náð samkomulagi um kaupverðið og Brynjar hafi skrifað undir.
Lecce leikur í næst efstu deild á Ítalíu en liðið hafnaði í fjórða sæti þar á síðustu leiktíð, Brynjar hefur lengið verið undir smásjá félagsins.
Brynjar sló í gegn með íslenska landsliðinu í maí þegar hann fékk tækifæri og gerði vel, hann lék þrjá landsleiki og stóð sig með miklum ágætum.
Brynjar er 21 árs gamall varnarmaður en ljóst er að það er mikil blóðtaka fyrir KA að missa hann á þessum tímapunkti.