fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Munurinn á Pepsi-Max og Lengjudeildinni greinilegur

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum lauk rétt í þessu og voru engin óvænt úrslit. Pepsi-deildarliðin fóru öll áfram og þá vann Fjölnir 3.deildarliðið Augnablik.

Fjölnir vann öruggan 1-4 sigur á Augnablik í Fífunni. Augnablik var ekki síðra liðið úti á velli og spiluðu vel út frá marki. Fjölnir er þó með sterkari einstaklinga og skóp það sigurinn.

Augnablik 1 – 4 Fjölnir
0-1 Hallvarður Óskar Sigurðarson (‘9 )
0-2 Kristófer Jacobson Reyes (’16 )
0-3 Ragnar Leósson (’66 )
1-3 Arnar Laufdal Arnarsson (’67 )
1-4 Andri Freyr Jónasson (’89 )

ÍA vann öruggan 3-0 sigur gegn Fram sem hefur verið frábært í Lengjudeildinni í sumar. Morten Beck kom ÍA yfir snemma leiks og Steinar Þorsteinsson tryggði sigurinn með tveimur mörkum.

ÍA 3 – 0 Fram
1-0 Morten Beck Andersen (‘5 )
2-0 Steinar Þorsteinsson (’11 , víti)
3-0 Steinar Þorsteinsson (’21 )

Óli Jó vann sigur í sínum fyrsta leik með FH eftir að hann tók við liðinu í vikunni. Njarðvíkingar komust yfir en FH-ingar sýndu karakter og komu til baka og unnu á endanum 4-1 sigur.

FH 4 – 1 Njarðvík
0-1 Bergþór Ingi Smárason (’25 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson (’36 )
2-1 Steven Lennon (’43 )
3-1 Matthías Vilhjálmsson (’79 )
4-1 Guðmundur Kristjánsson (’90 )

HK tryggði sér einnig sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Gróttu. Stefan Ljubicic og Martin Rauschenberg skoruðu mörk HK en Pétur Theódór minnkaði muninn undir lok leiks sem dugði ekki til.

HK 2 – 1 Grótta
1-0 Stefan Alexander Ljubicic (‘8 )
2-0 Martin Rauschenberg Brorsen (’60 )
2-1 Pétur Theódór Árnason (’80 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar