fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 20:40

Andros Townsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andros Townsend, leikmaður Crystal Palace, vill sjá fjölmiðla og stuðningsmenn á Englandi styðja við bakið á landsliðinu sínu í stað þess að kvarta og kveina.

Enskir fjölmiðlar geta verið ansi harðir við landslið sitt og verið fljótir að snúa baki við þeim þegar illa gengur. Í kjölfarið fylgir almenningur oft með.

Á HM 2018 var þó annað uppi á teningnum. Almenn samheldni virtist ríkja á Englandi. Á EM sem nú stendur yfir virðist fólk hafa farið í gamla farið að miklu leiti. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er til að mynda mikið gagnrýndur fyrir liðsval. Þá hefur sóknarleikur liðsins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.

Townsend vill sjá það sama uppi á teningnum á meðan EM stendur yfir og var á HM fyrir þremur árum.

,,Árið 2018 studdu fjölmiðlar og stuðningsmenn við bakið á liðinu og við komumst í undanúrslit vegna þess! Það var ótrúlegt sumar. Reynum að endurskapa það! Standið við bakið á strákunum og gerum þjóðina stolta,“ sagði Townsend við talkSPORT. 

England er í góðum málum í D-riðli Evrópumótsins. Þeir eru með 4 stig, ásamt Tékkum, fyrir lokaumferðina. Króatar og Skotar eru með 1 stig. England og Tékkland mætast innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“