fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
433Sport

Vill sjá þjóðina sameinast eins og árið 2018 – ,,Það var ótrúlegt sumar“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 20:40

Andros Townsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andros Townsend, leikmaður Crystal Palace, vill sjá fjölmiðla og stuðningsmenn á Englandi styðja við bakið á landsliðinu sínu í stað þess að kvarta og kveina.

Enskir fjölmiðlar geta verið ansi harðir við landslið sitt og verið fljótir að snúa baki við þeim þegar illa gengur. Í kjölfarið fylgir almenningur oft með.

Á HM 2018 var þó annað uppi á teningnum. Almenn samheldni virtist ríkja á Englandi. Á EM sem nú stendur yfir virðist fólk hafa farið í gamla farið að miklu leiti. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er til að mynda mikið gagnrýndur fyrir liðsval. Þá hefur sóknarleikur liðsins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.

Townsend vill sjá það sama uppi á teningnum á meðan EM stendur yfir og var á HM fyrir þremur árum.

,,Árið 2018 studdu fjölmiðlar og stuðningsmenn við bakið á liðinu og við komumst í undanúrslit vegna þess! Það var ótrúlegt sumar. Reynum að endurskapa það! Standið við bakið á strákunum og gerum þjóðina stolta,“ sagði Townsend við talkSPORT. 

England er í góðum málum í D-riðli Evrópumótsins. Þeir eru með 4 stig, ásamt Tékkum, fyrir lokaumferðina. Króatar og Skotar eru með 1 stig. England og Tékkland mætast innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“

Mike segir Víkinga eiga besta leikmann Pepsi Max-deildarinnar – ,,Var ekki búinn að gera nokkurn skapaðan hlut í íslenskum fótbolta fyrir þetta tímabil“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær

Sjáðu svakalegt mark Rúnars í Meistaradeildinni í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“

Seldu útrunninn bjór á afslætti og skoðanir fólks eru skiptar – ,,Er ég sá eini sem sér ekkert að þessu?“
433Sport
Í gær

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes

Sjáðu stórkostlegt mark Andreas Pereira í kvöld – Líkt við Scholes
433Sport
Í gær

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram

Midtjylland hafði betur gegn Celtic – Tvö önnur Íslendingalið áfram
433Sport
Í gær

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”

Telur að Varane geti átt erfitt í ensku deildinni – „Hann er vanur að spila 8 erfiða leiki á tímabili”
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu

Stuðningsmenn Chelsea vilja að Drinkwater fái tækifæri á tímabilinu