fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Óhugnanlegt atvik Kópavogi í gær og sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni – Hjartastuðtækið var tekið upp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti óhug margra þegar hjartastuðtækið var tekið upp í Kópavogi í gær þegar leikur Breiðabliks og FH fór fram í efstu deild karla í knattspyrnu. Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks lagðist þá í jörðina og var hringt á sjúkrabíl. Jason Daði er í góðu lagi í dag og ætti þessi öflugi knattspyrnumaður að komast á völlinn innan tíðar. Breiðablik vann 4-0 sigur þar sem Jason Daði skoraði eitt mark.

Eftir um hálftíma leik var Jason Daði að skokka til baka þar til hann stoppaði og leit út fyrir að vera að hann væri að missa andann eða með einhvers konar verk í brjóstkassanum. Hann lagðist þá niður og inn hlupu vallarstarfsmenn með börur.

Stuttu seinna var óskað eftir lækni úr stúkunni. Hann fékk einhvers konar aðhlynningu á vellinum áður en sjúkrabíll kom á svæðið. „Það er betur farið varlega í svona málum en eitthvað óðagot. Þegar maður sá liðstjórinn hélt á hjartastuðtæki þá fékk maður alveg svona,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær en margir fengu endurminningu af atvikinu þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á Evrópumótinu í fótbolta fyrir rúmri viku. Starfsmenn á Kópavogsvelli komu með hjartastuðtækið inn á völlinn og vakti það upp vondar minningar hjá mörgum.

Arnar Sveinn Geirsson var einnig í þættinum, hann segir að sjúkrabíllinn hafi verið lengi á leiðinni. „Við verðum að óska eftir því í úrvalsdeild, að það taki ekki 40 mínútur að fá sjúkrabíl á völlinn, þetta gengur ekki,“ sagði Arnar.

Kristján Óli segir að félögin og KSÍ verði að breyta reglum hjá sér, það verði að vera krafa að sjúkrabíll sé alltaf staddur á vellinum í leikjum í efstu deild.

„Í efstu deild er alltaf sjúkrabíll á Akranesi, það er stjórnarfundur í KSÍ í vikunni. Það er krafa, sama hvort félagið eða sambandið borgi það. Eitt atvik þar sem sjúkrabíllinn kemur of seint er einu atviki of mikið.“

Arnar Sveinn segir peningana í þessu máli engu máli skipta, hann gerir einnig þá kröfu að læknir verði á svæðinu.

„Það skiptir engu máli hvort það kosti einhverja tíu þúsund kalla, þetta er krafa sem við verðum að gera eftir það sem við sáum gerast á Parken. Að það sé sjúkrabíll, að það sé líka alltaf læknir á vellinum. Félögin skipti kostnaðnum á milli sín, það á ekki að þurfa að kalla í stúkuna hvort það sé læknir á svæðinu,“ sagði Arnar Sveinn.

Uppfært:
Ábending hefur borist þess efnis að sjúkrabíllinn hafi verið tæpar 12 mínútur á leiðinni á Kópavogsvöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi