fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

Pepsi-Max: FH-ingar í frjálsu falli eftir stórsigur Blika – Mikilvægur sigur Keflavíkur

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Pepsi-Max deild karla. Breiðablik vann FH stórt og Keflavík hafði betur gegn Leikni.

Leikurinn fór rólega af stað en Blikar stjórnuðu ferðinni. Kristinn Steindórs kom Blikum yfir á 19. mínútu og Jason Daði tvöfaldaði forystuna stuttu síðar með frábæru marki.

Viktor Karl Einarsson skoraði þriðja mark heimamanna undir lok fyrri hálfleiks eftir frábært spil. Árni Vilhjálmsson bætti loks við fjórða og síðasta marki Blika á 58. mínútu úr vítaspyrnu. Öruggur sigur Blika því staðreynd en FH hefur aðeins fengið 1 stig úr síðustu 5 leikjum.

Blikar fara í 4. sætið með 16 stig en FH er í 6. sæti með 11 stig.

Breiðablik 4 – 0 FH
1-0 Kristinn Steindórsson (´19)
2-0 Jason Daði Svanþórsson (´23)
3-0 Viktor Karl Einarsson (´45)
4-0 Árni Vilhjálmsson (´58)

Keflavík tók á móti Leikni í sannkölluðum nýliðaslag. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna í Keflavík.

Keflavík byrjaði leikinn af hörku og komst strax yfir með marki frá Joey Gibbs á 6. mínútu. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Joey Gibbs skoraði. Markið kom eftir hornspyrnu.

Gestirnir stjórnuðu leiknum að mestu en illa gekk hjá Leiknismönnum að ógna. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og 1-0 sigur Keflavíkur staðreynd

Með sigrinum fór Keflavík upp í 9. sæti deildarinnar en Leiknir er í 10. sæti

Keflavík 1 – 0 Leiknir
1-0 Joey Gibbs (´6)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við