fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Neymar nálgast Pelé

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar skoraði sitt 68 mark fyrir Brasilíu í 4-0 sigri gegn Perú á fimmtudag í Copa America. Markið færði hann nær meti goðsagnarinnar Pele sem skoraði 77 mörk fyrir brasilíska landsliðið.

„Auðvitað er það mikill heiður fyrir mig að skrifa mig í sögubækurnar hjá Brasilíu,“ sagði tárvotur Neymar í viðtali eftir leik.

„Draumur minn hefur alltaf verið að spila fyrir Brasilíu og klæðast þessari treyju. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ná þessum árangri.“

„Ég hef gengið í gegnum mikið síðustu tvö ár og því skiptir þetta miklu máli. Þessar tölur skipta þó engu máli miðað hvað ég hef gaman að því að spila fyrir Brasilíu.“

Neymar hefur verið mikið meiddur síðustu tvö ár og tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar með PSG á síðasta ári. Þá var hann sakaður um nauðgun á síðasta ári sem var að lokum felld niður þar sem hún reyndist ekki á rökum reist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina

Myndband vekur athygli – Messi áhugalaus í fögnuði Miami um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“

Las upp bréf frá Vestmannaeyjum þar sem efast er um heilindi Þorláks – „Hann mætti bara strax í Big Ben“
433Sport
Í gær

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Í gær

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra

Vilja losa þrjá stóra af launaskrá til að búa til pláss fyrir aðra