fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Hefur samþykkt að þéna yfir 15 milljarða á næstu fimm árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. júní 2021 08:32

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

67 milljóna punda tilboði Manchester United í Jadon Sancho kantmann Borussia Dortmund var hafnað í gær, viðræður félaganna halda áfram og búast flestir við því að þau nái saman.

Dortmund vill 10 milljónum pundum meira til að byrja og fá greiðslurnar á fjórum árum en ekki fimm eins og United hefur boðið.

Manchester United á von á því að geta kynnt Sancho sem leikmann félagsins eftir að Evrópumótinu lýkur.

Sancho hefur sjálfur náð samkomulagi við United um kaup og kjör og segja ensk götublöð að hann muni þéna 350 þúsund pund á viku næstu fimm árin.

Sancho ræddi málið á fréttamannafundi í gær. „Auðvitað hafa strákarnir margar spurningar, þegar þú gerir vel er mikið af sögusögnum í gangi,“ sagði Sancho.

„Ég segi við strákana að nú sé ég að einbeita mér að fótboltanum. Við einbeitum okkur að Evrópumótinu,“ sagði Sancho sem mun þéna 60 milljónir á viku eða rúma 15 milljarða yfir árin fimm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum