fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Góður fyrri hálfleikur tryggði Íslandi sigur á Írum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. júní 2021 19:03

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því írska í vináttulandsleik sem var að ljúka. Íslenska liðið sigraði eftir að hafa skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik.

Ísland komst yfir strax á 11. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði eftir sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir bætti við marki stuttu síðar. Þar átti Agla María einmitt stoðsendinguna. Hún skallaði boltann á fjær eftir fyrirgjöf þar sem Gunnhildur kláraði.

Um fimm mínútum fyrir leikhlé komst Ísland í 3-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þá er hún fylgdi eftir skoti Alexöndru Jóhannsdóttur. Ísland fór með góða forystu inn í hálfleik eftir flotta frammistöðu.

Írland minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Þá skoraði Heather Payne. Þeim tókst svo að skora annað mark seint í leiknum. Þar var að verki Amber Barrett.

Lokatölur leiksins urðu 3-2 fyrir Ísland. Liðin mætast aftur, í vináttulandsleik einnig, á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af