fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

2. deild karla: Reynir á toppinn eftir sigur á Þrótti Vogum – Tíu leikmenn Hauka björguðu stigi

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. júní 2021 22:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í 6. umferð 2.deildar karla í kvöld.

Markajafntefli fyrir norðan

Magni tók á móti KF á Grenivík og úr varð hörkuleikur sem lauk með jafntefli.

Jeffrey Monakana kom heimamönnum yfir á 17. mínútu. Þorsteinn Már Þorvaldsson jafnaði fyrir KF stuttu síðar. Theodore Develan Wilson kom gestunum svo yfir á 25. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-2.

Hjörvar Sigurgeirsson jafnaði fyrir Magna eftir klukkutíma leik. Monakana skoraði svo sitt annað mark úr víti og kom heimamönnum yfir á 86. mínútu. Ljobomir Delic tókst þó að jafna fyrir KF í uppbótartíma. Lokatölur 3-3.

KF er í öðru sæti deildarinnar með 11 stig. Magni er í því tíunda með 5 stig.

Njarðvík vann ÍR

Njarðvík tók á móti ÍR og vann góðan sigur.

Andri Fannar Freysson kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Helgi Freyr Sigurgeirsson, leikmaður ÍR, gerði svo sjálfsmark seint í leiknum. Lokatölur 2-0.

Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig. ÍR er með jafnmörg stig í fimmta sæti.

Nýliðarnir skelltu Þrótti í Vogum

Reynir Sandgerði vann mjög góðan útisigur gegn Þrótti Vogum.

Sindri Lars Ómarsson kom þeim yfir á 20. mínútu en Viktor Segatta jafnaði fimm mínútum síðar. Edon Osmani kom Reyni þó aftur yfir eftir rúman hálftíma leik. Staðan í hálfleik var 1-2.

Kristófer Viðarsson bætti svo einu marki við fyrir gestina þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks.

Reynir er á toppi deildarinnar með 12 stig. Þróttur er í fimmta sæti með 9 stig.

Tíu menn Hauka gerðu jafntefli við KV

KV tók á móti Haukum í Vesturbæ. Leiknum lauk með jafntefli.

Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, leikmaður Hauka, fékk rautt spjald eftir rúman hálftíma leik. Staðan í hálfleik var markalaus.

KV komst yfir á 56. mínútu. Haukum tókst að jafna í lok leiks er markvörður heimamanna varði boltann í samherja sinn og inn í markið eftir hornspyrnu. Þess má geta að hinn 17 ára gamli Indrit Hoti lék í marki Hauka síðustu mínúturnar í leiknum vegna meiðsla Óskars Sigþórssonar. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 8 stig. KV er í því fjórða með tíu stig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar

Ten Hag vill fá stuðning frá Ratcliffe – Tilbúinn að stíga til hliðar
433Sport
Í gær

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“