fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Víkingur reynir að klófesta Alex Frey úr Safamýrinni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Freyr Elísson leikmaður Fram er í viðræðum við Víking um að ganga í raðir félagsins í haust. Þetta staðfesti Arnar Bergmann Gunnlaugsson í samtali við 433.is í dag.

Alex Freyr verður samningslaus í haust og því hefur Víkingur leyfi til þess að ræða við hann með það fyrir auga að semja við hann.

Fram er á toppi Lengjudeildarinnar en Alex Freyr er fæddur árið 1997 og getur spilað sem bakvörður og kantmaður. Hann hefur komið við sögu í öllum fjórum leikjum Lengjudeildarinnar í sumar.

Alex Freyr hefur spilað 84 leiki fyrir Fram í deild og bikar á ferli sínum og skorað í þeim níu mörk. Hann lék sína fyrstu leiki árið 2015.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Fram einnig áhuga á að halda í Alex en óvíst er hvaða skref hann tekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“