fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Verður hann rekinn?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. maí 2021 08:42

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanúrslit Evrópudeildarinnar fóru fram í gær. Á Emirates leikvanginum þurftu heimamenn sigur eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Villarreal, 2-1, ytra.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur. Gestirnir voru virkilega þéttir til baka og gáfu fá færi á sér. Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, komst næst því að skora í fyrri hálfleik. Þá fór skot hans utarlega í vítateig Villarreal í stöngina. Dani Parejo átti hættulegustu tilraun þeirra gulklæddu með skoti rétt yfir markið úr aukaspyrnu, rétt fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var markalaus. Það var meiri kraftur í liði Arsenal í byrjun seinni hálfleiks. Nicolas Pepe átti skot rétt framhjá markinu á 47. mínútu og stuttu síðar fékk Emile Smith-Rowe gott færi eftir vandræðagang hjá Geronimo Rulli, markverði Villarreal. Skot Smith-Rowe fór þó framhjá markinu. Gerard Moreno fékk þá tækifæri til að skora fyrir gestina snemma í hálfleiknum en allt kom fyrir ekki.

Leikurinn átti svo eftir að róast aftur. Aubameyang átti skalla í stöng eftir fyrirgjöf frá Hector Bellerin þegar tíu mínútur lifðu leiks, allt kom fyrir ekki. Villarreal fer áfram eftir 2-1 sigur samanlagt.

Martin Keown fyrrum leikmaður Arsenal telur að starf Mikel Arteta sé ekki öruggt eftir þessi úrslit. „Það er rosaleg pressa á Arteta. Þetta er rosalega stórt starf, þetta er risastórt félag,“ sagði Keown.

„Þú verður að læra fljótt, ég er ekki að segja að hann verði ekki áfram stjóri en sú ákvörðun verður klárlega skoðuð í sumar.“

„Hann þarf að byrja næsta tímabil með látum ef hann ætlar að halda starfinu, hann er undir rosalegri pressu hnúna. Félagið þarf að taka stórar ákvarðanir á næstunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag