fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Landsliðið í sóttkví á Íslandi fyrir ferðalagið til Færeyja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er komið aftur til landsins eftir ferðalag til Bandaríkjanna. A-landslið karla sýndi góða frammistöðu þrátt fyrir eins marks tap í vináttulandsleik gegn Mexíkó í Dallas um helgina. Birkir Már Sævarsson kom íslenska liðinu yfir eftir tæplega stundarfjórðung þegar hann átti vinstrifótarskot sem hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Íslenska liðið dvelur hér á landi fram að æfingaleik gegn Færeyjum á fimmtudag en liðið heldur svo þaðan til Póllands. Liðið dvelur í vinnustaðarsóttkví hér á landi.

Mexíkóar sóttu stíft í seinni hálfleik en Andri Fannar Baldursson var nálægt því að koma íslenska liðinu tveimur mörkum yfir eftir skyndisókn. Mexíkóska liðið jafnaði metin eftir þunga sókn á 72. mínútu og tóku svo forystuna á 78. mínútu og var Hirving Lozano, leikmaður Napoli, að verki í bæði skiptin. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 2-1 sigur Mexíkó því staðreynd.

Þrátt fyrir tapið lék íslenska liðið þéttan varnarleik líkt og hefur verið einkenni þess síðustu árin. Fjölmargir leikmenn stigu sín fyrstu skref með A landsliðinu og léku vel þrátt fyrir mikil læti í tæplega 40 þúsund stuðningsmönnum Mexíkó. Næstu verkefni liðsins eru vináttuleikir gegn Færeyjum 4. júni og gegn Póllandi 8. júní. Báðir leikirnir fara fram ytra og verða báðir í beinni útsendingu á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar