fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Landsliðið í sóttkví á Íslandi fyrir ferðalagið til Færeyja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. maí 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið er komið aftur til landsins eftir ferðalag til Bandaríkjanna. A-landslið karla sýndi góða frammistöðu þrátt fyrir eins marks tap í vináttulandsleik gegn Mexíkó í Dallas um helgina. Birkir Már Sævarsson kom íslenska liðinu yfir eftir tæplega stundarfjórðung þegar hann átti vinstrifótarskot sem hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Íslenska liðið dvelur hér á landi fram að æfingaleik gegn Færeyjum á fimmtudag en liðið heldur svo þaðan til Póllands. Liðið dvelur í vinnustaðarsóttkví hér á landi.

Mexíkóar sóttu stíft í seinni hálfleik en Andri Fannar Baldursson var nálægt því að koma íslenska liðinu tveimur mörkum yfir eftir skyndisókn. Mexíkóska liðið jafnaði metin eftir þunga sókn á 72. mínútu og tóku svo forystuna á 78. mínútu og var Hirving Lozano, leikmaður Napoli, að verki í bæði skiptin. Ekki voru fleiri mörk skoruð og 2-1 sigur Mexíkó því staðreynd.

Þrátt fyrir tapið lék íslenska liðið þéttan varnarleik líkt og hefur verið einkenni þess síðustu árin. Fjölmargir leikmenn stigu sín fyrstu skref með A landsliðinu og léku vel þrátt fyrir mikil læti í tæplega 40 þúsund stuðningsmönnum Mexíkó. Næstu verkefni liðsins eru vináttuleikir gegn Færeyjum 4. júni og gegn Póllandi 8. júní. Báðir leikirnir fara fram ytra og verða báðir í beinni útsendingu á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn