fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Köfuðu ofan í krísu Óskars Hrafns í Kópavogi: „Það er enginn að fara að verða rekinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. maí 2021 08:44

Óskar Hrafn er þjálfari Blika. fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur vann virkilega góðan sigur á Breiðabliki á heimavelli hamingjunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Þeir fara glimrandi vel af stað í mótinu. Pablo Punyed kom Víkingum yfir eftir stundarfjórðung með marki af stuttu færi. Heimamenn fóru með sanngjarna forystu inn í hálfleik.

Blikum tókst ekki að ógna marki Víkinga mikið í leiknum. Á 86. mínútu fór Júlíus Magnússon langt með það að klára dæmið fyrir heimamenn þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Pablo. Það var svo enginn annar en Kwame Quee sem gerði þriðja mark Víkinga í uppbótartíma, gegn sínum gömlu félögum. Lokatölur 3-0 fyrir Víking.

Víkingur er á toppi deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Frábær byrjun hjá þeim. Blikar eru hins vegar í verri málum. Þeir eru með 4 stig, eftir jafnmarga leiki.

Leikurinn var ræddur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. „Hörmung frá A-Ö, menn fóru í fýlu eftir að hafa ekki verið í byrjunarliði í síðasta leik. Fá tækifæri aftur núna eins og Gísli Eyjólfsson sem var týndur, Höskuldur kemur inn og gerir ekki neitt. Árni Vill var reyndar með lífsmarki, fram á við í liði Breiðabliks er enginn hraði, þú þarft það til að berjast um einhverja titla. Í nútíma fótbolta þarftu hraða, Oliver kemur þarna inn en hann skildi reyndar göngugrindina eftir,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson fyrrum leikmaður Breiðabliks í þættinum.

Kristján segir að þjálfarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson beri mikla ábyrgð á slöku gengi liðsins. „Hann ber ábyrgð, hann breytir um taktík eftir tuttugu mínútur. Það er áhyggjuefni að eftir tuttugu mínútur að þú þurfir að beryta um taktík, lið eru greinilega búin að læra á Blikana. Það er áhyggjuefni ef lið geta lært á þig á svona skömmum,“ sagði Kristján.

Arnar Sveinn Geirsson var einnig í hlaðvarpsþættinum í gær en Óskar Hrafn losaði sig við hann þegar hann tók við Breiðablik.„Hvað segir það um fótboltann sem Óskar Hrafn er að finna upp, hvað segir það um fótboltann sem Óskar ætlaði að kenna öllum öðrum á hvernig ætti að spila fótbolta. Hvað segir það okkur um það?,“ sagði Arnar.

Hjörvar Hafliðason segir engar líkur á því að Óskar Hrafn verði rekinn úr starfi. „Ræðum aðeins þjálfara Breiðabliks? Það er búið að bakka hann upp, það er enginn að fara að verða rekinn. Það er búið að bakka hann upp með öllum leikmönnum sem hægt er að fá,“ sagði Hjörvar og töldu þeir félagar upp ellefu leikmenn sem Breiðablik hefur fengið á 18 mánuðum Óskars í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry um Tottenham: ,,Ég veit ekki hvaða lið það er“

Henry um Tottenham: ,,Ég veit ekki hvaða lið það er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Albert lagði upp – Öruggt hjá Mourinho og hans mönnum

Sambandsdeildin: Albert lagði upp – Öruggt hjá Mourinho og hans mönnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Evrópudeildin: Góð byrjun West Ham – Sjáðu öll úrslit kvöldsins hingað til

Evrópudeildin: Góð byrjun West Ham – Sjáðu öll úrslit kvöldsins hingað til
433Sport
Í gær

Aron Einar og félagar töpuðu á heimavelli

Aron Einar og félagar töpuðu á heimavelli
433Sport
Í gær

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Í gær

Ronaldo flúði hús sitt í Manchester eftir viku

Ronaldo flúði hús sitt í Manchester eftir viku