fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Haraldur um óvænta uppsögn Rúnars í Garðabænum – „Þessi tíðindi komu mjög illa við mig“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 verður á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20:00. Mikið hefur gengið á íslenska boltanum þessar fyrstu vikur sumarsins.

Rúnar Páll Sigmundsson sagði upp sem þjálfari Stjörnunnar í síðustu viku og kom uppsögn hans eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Haraldur Björnsson markvörður liðsins mætir og ræðir þessa óvæntu uppsögn og framhaldið í Garðabæ.

„Þessi tíðindi komu mjög illa við mig, Rúnar frábær þjálfari sem sótti mig fyrir mörgum árum síðan. Við vorum búnir að búa til gott samband og hann var búinn styðja vel við bakið á mér,“ segir Haraldur í þætti kvöldsins.

„Yfir svona langan tíma þá myndast vinátta, menn eru búnir að vera þarna í langan tíma og það voru góð samskipti. Það var mjög leiðinlegt að sjá hann fara.“

Í síðari hlutanum kemur svo hinn umdeildi Benedikt Bóas Hinriksson og gerir upp síðustu viku í boltanum. Ekki missa af þætti kvöldsins klukkan 20:00 á Hringbraut og hér á vefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum