fbpx
Mánudagur 10.maí 2021
433Sport

Opinberar fleiri hluti í einu svæsnasta framhjáhaldinu – Hún svaf hjá tíu stjörnum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 10:00

Natasha og Rhodri þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rhodri Giggs bróðir Ryan Giggs segir að Natasha Lever fyrrum eiginkona hans hafi haldið framhjá sér með tíu knattspyrnumönnum. Einn af þeim var að sjálfsögðu bróðir hans, Ryan Giggs.

Það vakti gríðarlega athygli þegar það kom upp árið 2011 að Ryan Giggs hefði um langt skeið verið að sofa hjá konur bróður síns. Ryan og Nathasa höfðu verið í feluleik í mörg ár, Ryan hafði meðal annars barnað hana en Natasha Lever fór í fóstureyðingu.

„Ég gæti nefnt tíu fræga knattspyrnumenn sem hún var með,“ sagði Rhodri í nýju viðtali um málið.

Natasha og Rhodri reyndu að bjarga sambandinu eftir framhjáhaldið en árið 2013 skildu leiðir, Rhodri gat ekki treyst henni á nýjan leik.

„Ryan átti skilið að vera frægur vegna ferils síns en hann eyðilagði arfleifð sína með því að gera það sem hann gerði,“ sagði Rhodri.

Rhodri hefði langað að keyra yfir Ryan hefði hann hitt á hann eftir að allt komst upp. „Ef ég hefði séð hann labba niður götuna þá hefði ég keyrt yfir hann,“ sagði Rhodri.

Getty Images

„Það tók fjögur eða fimm ár að jafna sig á þessu, ég tala um þetta til að pirra fólk. Ryan og Natasha höfðu átta ár til að átta sig á afleiðingunum,“ sagði Rhodri.

„Ég og Natasha eigum gott samband í dag, við getum ekki verið með leiðindi þegar við eigum krakka saman.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maríjon til Kvis
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lið 2. umferðar í efstu deild karla – Fjölmennt frá Akureyri og Keflavík

Lið 2. umferðar í efstu deild karla – Fjölmennt frá Akureyri og Keflavík
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þorvaldur um mál Rúnars og Sölva: „Ég hef meiri áhyggj­ur ef hann velti sér upp úr þessu“

Þorvaldur um mál Rúnars og Sölva: „Ég hef meiri áhyggj­ur ef hann velti sér upp úr þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni

Pepsi Max-deild karla: Nýliðarnir skelltu Stjörnunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: FH-ingar voru manni fleiri í 70 mínútur en tókst þó ekki að vinna Íslandsmeistaranna

Pepsi Max-deild karla: FH-ingar voru manni fleiri í 70 mínútur en tókst þó ekki að vinna Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Berglind og Anna féllu – Arna í sigurliði

Berglind og Anna féllu – Arna í sigurliði
433Sport
Í gær

Meistaradeildarvon West Ham veik eftir tap gegn Everton

Meistaradeildarvon West Ham veik eftir tap gegn Everton