fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
433Sport

Klopp: „Markið gefur okkur líflínu“

Helga Katrín Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real áttu góðan dag á meðan leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir og unnu Real Madrid sanngjarnan 3-1 sigur. Þetta hafði Jurgen Klopp að segja í viðtali við BT sport eftir leik:

„Ef þú vilt fara í undanúrslitin þá verður maður að vinna fyrir því. Við gerðum það ekki í kvöld, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Það eina góða sem ég get bent á, fyrir utan markið sem við skorum, er að þetta er bara fyrri leikur einvígisins.“

„Við spiluðum bara ekki nógu vel til að valda vandræðum hjá Real Madrid.“

„Við gerðum þeim of auðvelt fyrir. Þessi mistök geta gerst. Við áttum ekki skilið meira úr leiknum en markið okkar og seinni háfleikur var allt í lagi. Það gefur okkur líflínu.“

Það vakti athygli þegar Naby Keita var tekinn út af í fyrri hálfleik. Klopp var spurður út í þá ákvörðun í viðtalinu.

„Það er ekki stór frétt. Ég var ekki ánægður með þetta, hann var ekki sá eini. Þetta var taktískt. Ég hefði getað gert fleiri breytingar á þessum tíma í leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daníel spilaði allan leikinn í jafntefli – Jökull stóð vaktina í marki Exeter sem missti af mikilvægum stigum

Daníel spilaði allan leikinn í jafntefli – Jökull stóð vaktina í marki Exeter sem missti af mikilvægum stigum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur

Leikmenn Leicester mjög reiðir út í partýstand liðsfélaga sinna sem munu fá kaldar móttökur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Arsenal geta gleymt því að fá Lingard – „Hann kemur ekki nálægt Arsenal“

Segir Arsenal geta gleymt því að fá Lingard – „Hann kemur ekki nálægt Arsenal“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hásteinsvöllur skákar heimavöllum Manchester United og Real Madrid

Hásteinsvöllur skákar heimavöllum Manchester United og Real Madrid
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Mörk út um allan völl

Lið helgarinnar í enska – Mörk út um allan völl
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svitnaði með kærustunni til að finna gleðina

Svitnaði með kærustunni til að finna gleðina
433Sport
Í gær

Drífa krefst þess að mótmæli heyrist úr Laugardalnum – „Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri“

Drífa krefst þess að mótmæli heyrist úr Laugardalnum – „Ætla má að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri“