fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Arnar Halls hjólar í reglur Þórólfs og Svandísar: „Samhengið er nákvæmlega ekkert“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 13:30

Þórólfur Guðnason og Svandís Svavarsdóttir semja regluverkið í kringum takmarkanir. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Hallsson þjálfari ÍR í þriðju efstu deild karla á Íslandi sendir væna sneið á Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hann segir ekkert samræmi í reglum er varðar takmarkanir á COVID-19.

Íþróttahreyfingin hefur lengi vel kvartað undan reglunum en Arnar lætur í sér heyra í viðtali við Fótbolta.net.

Arnar segist vona að regluverkið í sumar breytist ekki er kemur að því að banna íþróttir. „Ég vona innilega að mótið geti spilast samkvæmt núverandi leikjadagskrá og ytri aðstæður hafi ekki áhrif á mótið. Þá vona ég að áhorfendur verði leyfðir því það hljóta allir að sjá hversu kjánalegar reglurnar eru,“ sagði Arnar í viðtalinu við Fótbolta.net.

Arnar er ósáttur með það að aðeins 100 manns geti komið í hólf á íþróttavelli og að sætin þurfi að vera númeruð. Þetta kemur fram í regluverki Svandísar og Þórólfs.

„Fólk má vera á sýningum í lokuðum rýmum en má ekki sitja eða standa úti séu sætin ekki merkt á sama tíma er búin að vera útihátíð alla daga í rúman mánuð kringum gosstöðvarnar. Samhengið er nákvæmlega ekkert og það hefur verið pínlegt að fylgjast með íþróttahreyfingunni koma þeim skilaboðum áleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag