fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Málmóði miðjumaðurinn vill að Solskjaer fái nýjan samning

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 19:45

Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes er á því að Ole Gunnar Solskjaer eigi skilið að fá nýjan samning við Manchester United. Hann varaði Norðmanninn þó við því að hann verði að skila bikar í hús og það fljótt.

Núverandi samningur Solskjaer rennur út sumarið 2022 og er búist við því að honum verði boðinn nýr þriggja ára samningur á næstunni. Manchester United hafa tekið nokkrum framförum undir stjórn Solskjaer og eru á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni og geta enn unnið Evrópudeildina. Ef þeir vinna hana ekki þá þýðir það fjórða tímabilið í röð án bikars.

„Ég held að hann eigi það skilið. Það hafa verið framfarir hjá liðinu. Liðið lítur skemmtilega út og getur skorað“ sagði Paul Scholes í youtube þætti Webby & O´Neill.

„Eina vandamálið er að hann verður að vinna eitthvað. Að tapa fjórum undanúrslitaleikjum veldur mér áhyggjum og að tapa 8-liða úrslitunum gegn Leicester City var alls ekki gott, sérstaklega fyrir stuðningsmennina.“

„Ef ég ætti að velja á milli FA bikarsins og Evrópudeildarinnar myndi ég velja FA bikarinn. Manchester United eiga einfaldlega ekki að vera í Evrópudeildinni.“

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Í gær

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Í gær

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína