fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Málmóði miðjumaðurinn vill að Solskjaer fái nýjan samning

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 19:45

Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes er á því að Ole Gunnar Solskjaer eigi skilið að fá nýjan samning við Manchester United. Hann varaði Norðmanninn þó við því að hann verði að skila bikar í hús og það fljótt.

Núverandi samningur Solskjaer rennur út sumarið 2022 og er búist við því að honum verði boðinn nýr þriggja ára samningur á næstunni. Manchester United hafa tekið nokkrum framförum undir stjórn Solskjaer og eru á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni og geta enn unnið Evrópudeildina. Ef þeir vinna hana ekki þá þýðir það fjórða tímabilið í röð án bikars.

„Ég held að hann eigi það skilið. Það hafa verið framfarir hjá liðinu. Liðið lítur skemmtilega út og getur skorað“ sagði Paul Scholes í youtube þætti Webby & O´Neill.

„Eina vandamálið er að hann verður að vinna eitthvað. Að tapa fjórum undanúrslitaleikjum veldur mér áhyggjum og að tapa 8-liða úrslitunum gegn Leicester City var alls ekki gott, sérstaklega fyrir stuðningsmennina.“

„Ef ég ætti að velja á milli FA bikarsins og Evrópudeildarinnar myndi ég velja FA bikarinn. Manchester United eiga einfaldlega ekki að vera í Evrópudeildinni.“

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Í gær

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Í gær

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því