fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

UEFA neyðist líklega til að breyta Meistaradeildinni eftir umræðu um Ofurdeildina

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 19:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA tilkynnti í vikunni um breytingar á Meistaradeildinni. Sú tilkynning var lítið rædd enda fátt sem komst að í fótboltaheiminum annað en Ofurdeildin. UEFA tilkynnti að liðum verður fjölgað úr 32 í 36, og tvö af þessum auka sætum fara til klúbba sem hafa náð bestum árangri í Evrópu síðustu fimm ár en ekki náð Meistaradeildarsæti.

Þetta hefði þýtt það að lið sem hefði náð góðum árangri í Evrópu mörg ár í röð en átt eitt slakt tímabil heima fyrir ætti ennþá séns á að komast í Meistaradeildina. UEFA gæti neyðst til þess að breyta þessum plönum sínum um Meistaradeildina eftir að Ofurdeildin var kynnt til leiks segir í frétt Guardian.

Það sem vakti hvað mesta reiði við Ofurdeildina var sú staðreynd að þar þyrftu þessir 12 sögufrægu klúbbar ekki að vinna fyrir sætum sínum heldur ættu þeir alltaf fast sæti í deildinni á fornri frægð. Þetta stuðaði marga og eru stjórnarmenn UEFA hræddir um að sama umræða taki sig upp hjá þeim í Meistaradeildinni.

UEFA hefur ekki enn gefið neitt út um að þessum plönum verði breytt. Það gæti þó verið að í staðinn fyrir að „stóru liðin“ komist inn bakdyramegin í Meistaradeildina að þá fái deildarmeistarar í minni deildum beina inngöngu og þurfi ekki að fara í gegnum undankeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
Sport
Í gær

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Í gær

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar