fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Brottför Woodward staðfest af félaginu – ,,Viss um að þetta lið muni fljótlega lyfta bikurum aftur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 20:43

Sir Alex Ferguson og Ed Woodward

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í kvöld var greint frá því að Ed Woodward myndi láta af störfum sem framkvæmdastjóri Manchester United í lok árs. Félagið hefur nú staðfest fregnirnar.

Woodward hefur ekki átt samleið með stórum hluta stuðningsmanna Man Utd í langan tíma. Þátttaka hans í fyrirhugaðri ofurdeild Evrópu var svo ekki til að bæta sambandið.

,, Ég er mjög stoltur yfir að hafa þjónað United og það hefur verið heiður að vinna fyrir stærsta knattspyrnufélag heims síðustu 16 ár,“ skrifar Woodward í tilkynningu á heimasíðu Man Utd.

,,Ég mun geyma minningarnar frá tíma mínum á Old Trafford, tími þar sem við unnum Evrópudeildina, FA-Bikarinn og deildabikarinn.“ 

,,Ég er viss um að með breytingum sem við höfum gert á liðinu og þjálfarateyminu á síðustu árum muni þetta lið fljótlega lyfta bikurum aftur. Það á það skilið.“

Woodward tjáir sig einnig um erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins:

,,Fjárhagsleg áhrif á knattspyrnulið hafa verið mikil en United hafa sýnt hvað mesta þrautseigju undir miklum fjárhagslegum þrýstingi.“

Að lokum þakkar hann stuðningsmönnum:

,,Mig langar að þakka ástríðufullum stuðningsmönnum United fyrir þeirra stuðning á góðum og slæmum tímum. Ég veit að þetta hefur verið krefjandi tími í sögu okkar, en stuðningur ykkar hefur alltaf verið til staðar. 

Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag