fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Æfingaleikir: ÍBV og Blikar með sigra – Árni Vill kominn á blað

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 19:07

Mynd er fengin af blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltinn er kominn aftur af stað á Íslandi og liðin eru á fullu að klára undirbúning sinn fyrir Íslandsmótið.

Breiðablik sigraði Fylki 5:2 í æfingaleik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var þó ekki hefðbundinn heldur var spilað 3 x 30 mín.

Fylkir komst yfir í leiknum eftir laglegt samspil Dags Dan sem er nýkominn til Fylkis úr atvinnumensku og Arnórs Borg sem kláraði færið vel. Árni Vill jafnaði leikinn stuttu síðar eftir góða stungusendingu Höskuldar. Jason kom Breiðablik yfir með góðu skoti í fjærhornið stuttu eftir jöfnunarmarkið. Staðan því 2:1 fyrir Blikum eftir fyrsta þriðjung.

Thomas Mikkelsen kom Blikum 3:1 og Gísli Eyjólfsson skoraði fjórða mark Blika stuttu síðar. Þar við sat í öðrum þriðjungi leiksins.

Í síðasta þriðjungi leiksins skoraði Alexander Helgi úr aukaspyrnu og kom Blikum í 5:1. Fylkismenn klóruðu svo í bakkann undir lokin með marki frá Arnóri Gauta.

Breiðablik 5 – 2 Fylkir
Markaskorarar Blika: Árni Vill, Jason Daði, Thomas Mikkelsen, Gísli Eyjólfs og Alexander Helgi
Markaskorarar Fylkis: Arnór Borg og Arnór Gauti.

ÍBV sigraði Hauka í æfingaleik á Ásvöllum sem hófst klukkan 12 í dag.

Haukar 1 – 2 ÍBV
0-1 Gary Martin (´13)
1-1 Gísli Þröstur Kristjánsson(´32)
1-2 Telmo Castanheira (´93)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni