fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Byrjunarlið kvöldsins klár – Kemst Chelsea í undanúrslit? – Ná Evrópumeistararnir að stöðva Mbappe?

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 18:07

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea tekur á móti Porto og Paris Saint-Germain fær Evrópumeistara Bayern Munchen í heimsókn. Um er að ræða seinni viðureignir liðanna í einvígunum.

Á Ramón Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla á Spáni, mætast Chelsea og Porto. Fyrri leikur liðanna fór fram á sama velli og þá var Porto heimaliðið. Sá leikur endaði með 2-0 sigri Chelsea.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea greindi frá því í viðtali fyrir leik að Chelsea muni í grunnatriðum ekki breyta sinni nálgun í leiknum frá síðasta leik.

„Porto veit að þeir munu þurfa að skora þrjú mörk, það er alveg ljóst. Við munum ekki breyta okkar nálgun bara af því að við unnum 2-0 sigur seinast,“ sagði Tuchel í viðtali fyrir leik.

Chelsea hefur því þægilega forystu þegar flautað verður til leiks klukkan 19:00 í kvöld en þetta er Meistaradeild Evrópu og það getur allt gerst.

Byrjunarlið Chelsea:
Mendy, Azpilicueta, Thiago Silva, Rudiger, James, Jorginho, Kante, Chilwell, Mount, Havertz, Pulisic

Byrjunarlið Porto:
Marchesin, Pepe, Uribe, Marega, Zaidu, Grujic, Corona, Manafa, Mbemba, Otavio, Sergio Oliveira

Mason Mount skoraði fyrra mark Chelsea í fyrri viðureign liðanna / GettyImages

Á Parc des Princes í París taka heimamenn í Paris Saint-Germain á móti Bayern Munchen. Fyrri leikur liðanna fór fram á Allianz Arena í Þýskalandi og var æsispennandi. Paris Saint-Germain fór þar með 3-2 útisigur af hólmi og freistar þess að slá Evrópumeistarana úr leik í kvöld.

Hans Flick, knattspyrnustjóri Bayern Munchen, segir að verkefni kvöldsins verði erfitt en að þetta séu leikirnir sem leikmenn vilji spila.

„Við viljum valda minniháttar uppnámi hérna í París. Auðvitað verðum við hæstánægðir ef við náum því,“ sagði Flick í viðtali fyrir leik.

Byrjunarlið Paris Saint-Germain:
Navas, Dagba, Danilo, Kimpembe, Diallo, Gueye, Paredes, Di María, Neymar, Draxler, Mbappe

Byrjunarlið Bayern Munchen:
Neuer, Pavard, Boateng, Alaba, Hernandez, Kimmich, Muller, Coman, Sane, Davies, Choupo-Moting

Finna leikmenn Bayern Munchen leið til þess að stöðva Mbappe sem skoraði tvö mörk í fyrri leiknum? / GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“

Arnar Gunnlaugs uppljóstrar því hvað hann sagði við Jóhann Berg í símann – „Fyrri afrek voru ekki rædd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur

Nýjasti landsliðshópur Arnars vekur athygli – Jóhann Berg og Hörður Björgvin snúa aftur