fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Það virðist fátt geta stöðvað Chelsea undir stjórn Tuchel

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. mars 2021 20:25

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea tók á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Chelsea en leikið var á Stamford Bridge í Lundúnum.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið í leiknum.

Chelsea komst yfir á 31. mínútu þegar að Ben Godfrey, leikmaður Everton varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 65. mínútu þegar að Jorginho tvöfaldaði forystu Chelsea með marki úr vítaspyrnu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð endaði leikurinn með 2-0 sigri Chelsea sem hefur enn ekki tapað leik undir stjórn Thomasar Tuchel.

Árangur Tuchel með Chelsea hingað til er frábær. Liðið hefur spilað 11 leiki, unnið átta og gert þrjú jafntefli. Skorað 13 mörk og aðeins fengið á sig tvö.

Þegar að Tuchel tók við liðinu af Frank Lampard sat það í 9. sæti en er nú í 4. sæti sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea 2 – 0 Everton 
1-0 Ben Godfrey (’31, sjálfsmark)
2-0 Jorginho (’65, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot